NTC

Þrot á Dalvík

Þrot á Dalvík

Kvikmyndin Þrot í leikstjórn Heimis Bjarnasonar hyggst fara hringinn í kringum landið okkar góða. Þar sem að myndin er tekin upp á landsbyggðinni þykir kjörið að frumsýna í völdum landshlutum áður en lokaáfangastað er náð með frumsýningu myndarinnar í Reykjavík þann 20. júlí. Myndin verður sýnd á Hvolsvelli, Patreksfirði, Laugarbakka, Dalvík, Raufarhöfn, Vestmannaeyjum og Rifi á Snæfellsnesi.

Sýningin á Dalvík fer fram mánudaginn 11. júlí kl. 20 í salnum við hliðina á kaffihúsinu Gísli, Eiríkur, Helgi. Sýningin á Raufarhöfn er miðvikudaginn 13. júlí í félagsheimilinu Hnitbjörg.

Myndin var að mestu leyti tekin á Hvolsvelli og nærliggjandi sveitum. Með helstu hlutverk fara Bára Lind Þórarinsdóttir, Anna Hafþórsdóttir, Bjarni Snæbjörnsson, Pálmi Gestsson, Tómas Howser og Guðrún S. Gísladóttir.


Þetta er fyrsta kvikmynd Heimis í fullri lengd en hann skrifaði einnig handritið. Heimir útskrifaðist úr Prague Film School í Tékklandi árið 2016. Skólafélagi hans þaðan, Nicole Goode, er kvikmyndatökumaður myndarinnar.


Myndin hreppti titilinn Besta erlenda myndin á San Diego Movie Awards og hefur verið valin til þátttöku á BARCIFF (Barcelona Indie Filmmakers Festival), Festival of Cinema NYC ásamt New Wave Film Festival í Þýskalandi.

Sagan segir frá grunsamlegt andláti sem skekur smábæjarsamfélagið á Hvolsvelli og líf einmana sendilsins Rögnu er umturnað þegar hálfbróðir hennar, Júlíus, hverfur í kjölfar atviksins. Gömul sár spretta upp og verða að nýjum en þegar hin uppreisnargjarna Arna flækist í atburðarásina er ljóst að eitthvað ógnvægilegt kraumar undir yfirborðinu. Þá reynir á fjölskylduböndin, lífsgildin og tryggðina sem aldrei fyrr enda verður kaldur sannleikurinn þyrnum stráður, jafnvel lífshættulegur.

Hér má sjá stiklu kvikmyndarinnar: https://vimeo.com/718333051

VG

UMMÆLI

Sambíó