Eitt smit til viðbótar greindist á Norðurlandi eystra í gær og eru smit á svæðinu nú orðin þrjú. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is. Það fækkar í sóttkví á svæðinu á milli daga, úr 12 í 10.
Alls greindust 56 smit kórónuveirunnar innanlands í gær. Átján voru í sóttkví við greiningu. 38 voru utan sóttkvíar. Af þeim sem greindust í gær voru 43 fullbólusettir, bólusetning hafin hjá tveimur og 11 óbólusettir.
UMMÆLI