Þrjú ný smit greindust á Norðurlandi eystra síðastliðinn sólarhring. Eitt smitið greindist utan sóttkvíar. Virkum smitum fækkaði á svæðinu frá gærdeginum úr 116 niður í 108.
Það losnuðu því 11 einstaklingar úr einangrun á síðastliðnum sólahring en þrír bættust við. Lögreglan á Norðurlandi eystra segir að baráttan sé á réttri leið en hún sé ekki búin.
Fimm eru nú inniliggjandi á Sjúkrahúsinu á Akureyri og fækkar um einn þar.
„Verum jákvæð og drögum það alltaf fyrst fram heldur en að benda á eitthvað eða einhvern í neikvæðni. Það gerir þetta bara erfiðara,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.