Þrjár verslanir hætta rekstri á Glerártorgi

Glerártorg

Glerártorg stendur við Glerárgötu

Þrjár verslanir munu á næstunni hætta rekstri á Glerártorgi á Akureyri vegna hárrar leigu. Þetta eru verslanir Símanns, 66° Norður og Levi’s. Síminn mun opna nýja verslun í staðinn í miðbæ Akureyrar. 66° Norður mun halda áfram með verslun sína í miðbæ Akureyrar en Levi’s kveður Akureyri alfarið.

Samkvæmt upplýsingum Vikudags er há leiga m.a. ástæða þess að verslanirnar þrjár fara. „Við hjá Símanum hlökkum mjög til að fara í nýtt húsnæði og teljum okkur ná að sinna viðskiptavinum okkar enn betur,“ segir Gestur Örn Arason, verslunarstjóri hjá Símanum á Akureyri við Vikudag.

„Margir hafa ekki gert sér grein fyrir því að Síminn á Glerártorgi er rekinn á tveimur hæðum, en við verðum hins vegar á einni hæð á Strandgötu. Við verðum sýnilegri í bænum, lækkum rekstrarkostnaðinn með minni verslun og getum hagað opnunartímanum eins og hentar,“ segir Gestur.

Óvíst er hvaða verslanir koma í þau rými sem losna á Glerártorgi.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó