NTC

Þrítugur dæmdur, sextugur heiðraður – Davíð Stefánsson á Akureyri

Þrítugur dæmdur, sextugur heiðraður – Davíð Stefánsson á Akureyri

Valgerðar H. Bjarnadóttur heldur fyrirlestur um Davíð Stefánsson, skáld, í sal Félags eldri borgara á Akureyri, Bugðusíðu 1, miðvikudaginn 7. september næstkomandi. Fyrirlesturinn hefst klukkan 16:30, er öllum opinn og aðgangur er ókeypis.

Í fyrirlestrinum ætlar Valgerður H. Bjarnadóttir, félagi í AkureyrarAkademíunni og fyrrum húsfreyja í Davíðshúsi, að fara í ferð um Akureyri í hugarheimi, mæltu máli og skáldverkum Davíðs Stefánssonar.

Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi á Galmarsströnd við Eyjafjörð leit allt sitt líf á þær fögru æskuslóðir sem heimili sitt, en þó var hann heimilisfastur á Akureyri frá 27 ára aldri til dauðadags rúmum fjórum áratugum síðar. Þrítugur laut hann í lægra haldi fyrir ofurvaldi bæjarkerfisins, sem með dómsúrskurði neyddi hann til að skrá lögheimili sitt á Akureyri og þrjátíu árum síðar ákvað bæjarstjórn að gera hann að heiðursborgara bæjarins.

Þessi dæmi lýsa vel mótsagnakenndri sambúð hans við yfirvöld hér í bæ og flóknum tilfinningum hans til staðarins. Það var hér sem hann samdi flest sín verk, hér bjó hann sér fagurt heimili sem enn laðar að fólk úr víðri veröld og hér átti hann sér fyrirmyndir og kæra vini. Utan náðarstunda skáldsins, var hann þó oftast einmana og dálítið týndur, nema þegar hann fann fyrir Kaldbaki og Kötlufjalli í bak og fyrir.

Fyrirlesturinn er hluti af viðburðaröð AkureyrarAkademíunnar á þessu ári í tilefni af 160 ára afmæli Akureyrarbæjar. Markmiðið er að auka framboð á fjölbreyttu og aðgengilegu efni um sögu og menningarlíf á Akureyri og að virkja almenning til þátttöku. Menningarsjóður Akureyrar styrkir viðburðina.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó