Þrír úr KA í úrvalsliði Bestu deildarinnarÍvar Örn Mynd: Sævar Geir

Þrír úr KA í úrvalsliði Bestu deildarinnar

Í útvarpsþættinum Fótbolti.net var opinberað val á liði ársins í Bestu deild karla 2022. Þrír leikmenn úr KA eru í liðinu að þessu sinni. Íslandsmeistarar Breiðabliks eiga flesta leikmenn í liðinu, fimm talsins.

Þeir Ívar Örn Árnason, Rodri og Nökkvi Þeyr Þórisson eru fulltrúar KA í liðinu í ár. KA menn áttu frábært tímabil og tryggðu sér Evrópusæti fyrir næsta tímabil.

Á vef Fótbolta.net má finna umfjöllun um lið ársins en þar segir um KA mennina þrjá:

Ívar Örn Árnason – KA
Þessi 26 ára miðvöður festi sig rækilega í sessi sem vinstri hafsent í sterkri varnarlínu KA. Frammistaða hans við hlið Dusan Brkovic í hjarta varnarinnar var einn helsti lykillinn að því að KA nældi sér í Evrópusæti.

Rodri – KA
Þessi 33 ára Spánverji er feikilega mikilvægur í liði KA. Hann einn sá besti af miðjumönnum deildarinnar í því að komast inn í sendingar og fleira. Hann er einhvern veginn alls staðar og er með gríðarlega góðan leikskilning og staðsetningar.

Nökkvi Þeyr Þórisson – KA
Talandi um að vera óstöðvandi. Sumarið litaðist af óvæntum stjörnum og Nökkvi Þeyr Þórisson er svo sannarlega ein af þeim. Sannaði það að aukaæfingin skapar meistarann og var seldur til Beerschot í Belgíu eftir að hafa skorað 17 mörk í Bestu deildinni.

Á varamannabekk úrvalsliðsins er einn KA maður í viðbót, Dusan Brkovic.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó