Þrír ungir leikmenn bætast við hópinn hjá KA

Heimir og Aron með Haddi ,formanni handknattleiksdeildar KA

KA munu senda lið til leiks í 1.deild karla í handbolta næsta vetur í fyrsta skipti síðan árið 2006. Liðið er nú í fullum gangi að undirbúa sig fyrir komandi tímabil. KA menn munu byrja með lið frá grunni en Þór mun spila áfram undir merkjum Akureyri handboltafélags.

Stefán Árnason hefur verið ráðinn þjálfari liðsins næstu tvö árin. Í gær var gengið frá samning við Sigþór Árna Heimisson sem gengur til liðs við KA frá Akureyri.

Síðan þá hafa þrír leikmenn bæst við hópinn, allt ungir og efnilegir strákar. Daði Jónsson skrifaði undir samning við liðið í gær en hann lék sitt fyrsta tímabil með meistaraflokk síðasta vetur. Daði er fæddur árið 1997 og er öflugur varnarmaður.

Í dag handsöluðuð þeir Heimir Pálsson og Aron Tjörvi Gunnlaugsson samning við félagið. Báðir eru þeir fæddir árið 1996. Heimir er vinstri hornamaður sem hefur leikið með Hömrunum, Völsungi og Haukum. Aron Tjörvi er uppalinn KA maður sem spilar á línunni.

Daði og Haddur

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó