Þrír starfsmenn Sjúkrahússins á Akureyri hafa verið greindir með Kórónuveiruna samkvæmt frétt Rúv um málið. Smitin greindust á síðustu tveimur dögum. Ekki er vitað til þess að starfsmennirnir hafi smitast við störf á sjúkrahúsinu en smitrakningarteymi sóttvarnarlæknis vinnur nú að því að rekja smit þeirra.
Í dag eru rúmlega tuttugu starfsmenn SAk í sóttkví og þrír í einangrun. Samkvæmt upplýsingum covid.is eru 33 einstaklingar smitaðir á Norðurlandi eystra og 399 í sóttkví. Meirihluti smitaðri eru búsettir á Akureyri en skv. upplýsingum frá yfirlækni heilsugæslustöðvarinnar í gær, 30. mars, voru 23 af 31 smituðum einstaklingum Norðurlands eystra á Akureyri.
UMMÆLI