Umsóknarfrestur um stöðu við Glerárprestakall á Akureyri er útrunninn. Þrír sóttu um stöðuna, þau Sr. Jóna Lovísa Jónsdóttir, sr. Sindri Geir Óskarsson og sr. Stefanía Guðlaug Steinsdóttir.
Í Glerárprestakalli er ein sókn, Lögmannshlíðarsókn, með rúmlega sjö þúsund íbúa og eina kirkju, Glerárkirkju.
Gunnlaugur Garðarsson lætur af störfum í Glerárkirkju vegna aldurs. Biskup Íslands mun veita embættið nýjum aðila frá og með 1. febrúar 2020.