Gæludýr.is

Þrír KA menn í U21 landsliðinu

Samsett mynd: KA.is

Þeir Aron Elí Gíslason, Ásgeir Sigurgeirsson og Daníel Hafsteinsson eru allir í leikmannahópi U21 landsliðs Íslands fyrir leiki gegn Eistlandi og Slóvakíu í undankeppni EM 2019.

Eyjólfur Sverrisson þjálfari liðsins tilkynnti leikmannahópinn í dag og er KA það lið sem á flesta leikmenn í hópnum.

Ásgeir Sigurgeirsson hefur verið í lykilhlutverki hjá KA mönnum í Pepsi deildinni í sumar og er þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar. Hann á að baki 6 leiki fyrir U21 liðið.

Daníel hefur einnig verið í stóru hlutverki hjá KA í sumar en hann er einungis 19 ára gamall. Hann hefur leikið 17 leiki á miðjunni hjá KA og skorað 2 mörk. Aron Elí hefur leikið fimm leiki í markinu hjá KA í sumar.

Strákarnir mæta Eistlandi 6. september á Kópavogsvelli og Slóvakíu 11. september á KR-vellinum.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó