Þrír einstaklingar eru nú skráðir í einangrun vegna Covid-19 smits á Norðurlandi eystra. Öll smitin tengjast landamærunum.
Einn einstaklingur er í sóttkví þessu tengdu. Síðast greindist innanlandssmit á Norðurlandi eystra, sem ekki tengdist landamærunum, um mánaðarmótin nóvember-desember á síðasta ári.