Eliza Reid, forsetafrú Íslands, hefur undanfarið notið veðurblíðunnar á Akureyri eins og svo margir aðrir. Eliza birti fallega mynd úr bænum á Instagram síðu sinni í gær og nefndi þrjá hluti sem hún elskar við Akureyri.
„1. Fjallasýnin. 2. Sundlaugin. 3. Hjartalöguðu umferðarljósin,“ skrifaði Eliza við myndina á Instagram sem sýnir einmitt alla þessa hluti. Í gær heimsótti hún meðal annars Hrísey.
Eliza hefur verið töluvert á Akureyri í sumar en hún flutti heiðursávarp við útskrift úr Vísindaskólanum í Háskólanum á Akureyri fyrr í sumar.