Þrír Akureyringar í landsliðshóp Íslands fyrir Gjensedige Cup í Noregi

Geir Guðmundsson

Geir Sveinsson landsliðsþjálfari A-landsliðs karla í handbolta tilkynnti í dag hópinn sem fer á Gjensedige Cup í Noregi. Mótið fer fram í Elverum í Noregi dagana 8. – 11. júní næstkomandi. Gjensedige Cup er 4 liða mót þar sem Ísland mætir Norðmönnum, Póllandi og Danmörku.

Þrír Akureyringar eru valdir í hópinn að þessu sinni en Geir hvílir nokkra lykilleikmenn ásamt því að leikmenn úr þýsku deildinni geta ekki tekið þátt. Þeir Atli Ævar Ingólfsson, Geir Guðmundsson og Sveinbjörn Pétursson eru fulltrúar Akureyrar að þessu sinni.

Leikmannahópurinn er eftirfarandi:
Arnar Freyr Arnarsson, Kristianstad
Atli Ævar Ingólfsson, IK Savehof  
Ágúst Elí Björgvinsson, FH
Daniel Þór Ingason, Haukar
Geir Guðmundsson, Cesson Rennes
Gunnar Steinn Jónsson, Kristinastad
Janus Smári Daðason. Álaborg
Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV
Ólafur Guðmundson, Kristinastad
Ómar Ingi Magnússon, Arhus
Sigvaldi Guðjónsson, Arhus
Stefán Rafn Sigurmansson, Álaborg
Stephen Nielsen, ÍBV
Sveinbjörn Pétursson, Stjarnan
Tandri Konráðsson, Skjern
Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV
Vignir Stefánsson, Valur
Ýmir Örn Gíslason, Valur

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó