Þriggja bíla umferðaróhapp í Bakkaselsbrekku

Þriggja bíla umferðaróhapp í Bakkaselsbrekku

Í gær átti sér stað aftanákeyrsla í Bakkaselsbrekku en engin slys urðu á fólki. Veginum var lokað um stund enda slæmt skyggni og ófærð á heiðinni.

Þrír bílar áttu í hlut þar sem húsbíll ók aftan á fólksbíl og þriðji bílinn fylgdi í kjölfarið aftan á húsbílinn. Einn bílinn þurfti að flytja burt með kranabíl. Kom þetta allt til vegna slæms veðurs og skyggnis.

Biðlað var til fólks að reyna að komast hjá því að keyra yfir heiðina enda vonskuveður framan af degi. Um klukkan 13 var síðan vegurinn opnaður en færið ekki eins og best væri á kosið.

Veðrið virðist ætla að halda áfram að stríða okkur og því nauðsynlegra en nokkru sinni fyrr að fylgjast með færð á heimasíðu Vegagerðarinnar áður en lagt er af stað landshluta á milli.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó