Þriggja bíla árekstur norðan Akureyrar

Þriggja bíla árekstur norðan Akureyrar

Lögreglan á Norðurlandi eystra sinnti útkalli rétt eftir hádegi í dag vegna umferðaróhapps á hringveginum við Syðri-Brennihól, rétt norðan við Akureyri. Þar var tilkynnt um þriggja bíla árekstur.

Erfiðar aðstæður voru norðan við Akureyri vegna lélegs skyggnis og hvatti lögreglan fólk til að hafa varn á. „Það sem blekkir er að inni á Akureyri er sól og mjög gott veður en það gjörbreytist um 1 km norðan við bæinn. Vinsamlegast hafið þetta í huga,“ segir í tilkynningu lögreglu.

Klukkan 12:45 tilkynnti lögreglan að aðstæður hefðu skánað mikið, búið væri að fjarlægja bifreiðar úr umferðaróhappinu og búið að opna veginn. Þrátt fyrir það er enn mikil hálka á svæðinu og lögreglan hvetur fólk því áfram að fara varlega.

Sambíó
Sambíó