Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri – Natalia Dydo

Þriðjudaginn 26. september kl. 17-17.40 heldur Natalia Dydo, verkefnisstjóri, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni The Art of the Polish Posters. Þar mun hún fara yfir helstu strauma og stefnur í pólsku prentverki á 20. öld, s.s. pólska plakataskólann sem varð vel þekktur á 7. áratugnum.  Hið sjónræna samtal sem finna má í pólskum plakötum er skilgreint sem samruni myndmáls og texta og aðgreinir þau frá hefðbundinni auglýsingahönnun. Fyrirlesturinn er hluti af viðburðaröð sem fram fer á Akureyri og í Reykjavík í september og október og ber yfirskriftina Polish Poster under Northern Lights.

Natalia Dydo er höfundur ritgerðarinnar The Poster Art as a Part of Creating the Image for the Theater. Hún var sýningarstjóri á plakatasýningum í London, Istanbul, Ankara, Wellington, Shanghai og Valencia á árunum 2012-2017.

Þriðjudagsfyrirlestrarnir eru samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins, Menntaskólans á Akureyri, Myndlistafélagsins og Háskólans á Akureyri.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó