NTC

Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri

a-pamela

Pamela Swainson

Í dag, þriðjudag kl. 17-17.40 heldur Pamela Swainson, myndlistarkona, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Familiar Strangers. Aðgangur er ókeypis.

Swainson fæddist í Manitoba í Kanada og er afkomandi fólks sem yfirgaf Ísland í kringum aldamótin 1900. Í fyrirlestrinum, sem fer fram á ensku, veltir hún fyrir sér spurningum um þjóðflutninga: Hver eru áhrifin á tengingu við stað, land, menningu og fjölskyldu? Hvað geymist í sálinni og flyst á milli kynslóða? Fyrirlesturinn er kynning á sjónrænum könnunarleiðangri Swainson um tilfinningar, áföll og uppgötvanir og tengsl við fornar lendur.

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Gilfélagsins, Verkmenntaskólans á Akureyri, Myndlistarfélagsins og Háskólans á Akureyri og er öllum opin. Á meðal annarra fyrirlesara vetrarins eru Margrét Elísabet Ólafsdóttir, listfræðingur, Gústav Geir Bollason, myndlistarmaður og Lárus H. List, formaður Myndlistarfélagsins.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó