Gæludýr.is

Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri: Heather Sincavage 

Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri: Heather Sincavage 

Þriðjudaginn 14. nóvember kl. 17-17.40 heldur bandaríska myndlistarkonan, Heather Sincavage, Þriðjudagsfyrirlestur undir yfirskriftinni Inescapable Presence. Í fyrirlestrinum mun hún fjalla um sína gjörningalist og það sem hún hefur í huga við sköpun nýrra verka: látbragð, líkamleika og endurtekningu, vinnuafl og vinnu kvenna. Fyrirlesturinn fer fram á ensku.
 

Sincavage er listakona, sýningarstjóri og kennari. Í verkum sínum nýtir hún gjörningalist og leitast við að skapa sjálfbæra gjörninga um málefni tengdum félagslegu jafnrétti. Hún notar eigin reynslu af ofbeldi í nánu sambandi í ferilsrannsókn þar sem greint er hvernig lífið er eftir áfall. Verk Sincavage hafa verið sýnd víða í Evrópu og N-Ameríku, t.d. í Tate Modern. Hún kemur frá Suðaustur Pennsylvaníu og lauk BFA gráðu frá Tyler School of Art, Temple University í Philadelphia og MFA gráðu frá School of Art, University of Washington í Seattle. Hún starfar um þessar mundir sem aðstoðarprófessor og framkvæmdastjóri Sordoni listagallerýsins í Wilkes háskólanum í Pennsylvaníu.   

Enginn aðgangseyrir er á fyrirlesturinn sem er samstarfsverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri og Gilfélagsins. Síðasta Þriðjudagsfyrirlestur ársins halda Rainer Fischer, myndlistarmaður, og Zoe Chronis, myndlistarkona, þriðjudaginn 21. nóvember næstkomandi.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó