Þriðji tapleikur KA í röð

Túfa og félagar í vandræðum

KA-menn eru í vandræðum í Pepsi-deild karla í fótbolta en liðið tapaði þriðja leik sínum í röð í kvöld þegar KA heimsótti Grindvíkinga í nýliðaslag.

KA byrjaði leikinn mun betur og voru betri aðilinn í fyrri hálfleik en þeir leiddu með einu marki í leikhléi þar sem Hallgrímur Mar Steingrímsson kom þeim yfir með stórglæsilegu marki á 19.mínútu. Grindvíkingar fengu gott tækifæri til að jafna metin skömmu síðar en Andra Rúnari Bjarnasyni brást bogalistin á vítapunktinum.

Heimamenn tóku öll völd á vellinum í síðari hálfleik og jöfnuðu metin á 70.mínútu. Þeir fengu svo aðra vítaspyrnu á 81.mínútu og þá tókst Andra Rúnari að skora og þar með tryggja Grindvíkingum sigurinn.

Eftir frábæra byrjun hefur KA fatast flugið að undanförnu og aðeins fengið eitt stig úr síðustu fjórum leikjum. Síðasti sigurleikur KA kom fyrir rúmum mánuði síðan eða þann 5.júní síðastliðinn. Næsti leikur liðsins er heimaleikur gegn ÍBV næstkomandi sunnudag.

Grindavík 2 – 1 KA
0-1 Hallgrímur Mar Steingrímsson (’19)
0-1 Andri Rúnar Bjarnason (’22, misnotað víti)
1-1 Marinó Axel Helgason (’70)
2-1 Andri Rúnar Bjarnason (’81, víti)

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó