NTC

Þriðja vaktin á tímum kórónaveirunnar: Erindi á Félagsvísindatorgi HA

Þriðja vaktin á tímum kórónaveirunnar: Erindi á Félagsvísindatorgi HA

Á morgun, miðvikudaginn 9. febrúar, fer fram erindi á Félagsvísindatorgi Háskólans á Akureyri milli kl. 12 og 13. Erindið verður flutt af Andreu Hjálmsdóttur, lektor við Félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri sem byggir á dagbókarrannsókn um þriðju vaktina á tímum kórónuveirunnar. Í rannsókninni voru könnuð áhrif faraldursins á heimilisstörf, heimilislíf og umönnun barna.

Á fyrirlestrinum verða niðurstöður kynntar en þær byggja á dagbókarfærslum tæplega 40 mæðra. Var ýmislegt sem hafði áhrif á daglegt líf þátttakenda en má til dæmis um það nefna lokanir framhalds- og háskóla, skerðingar á leik- og grunnskólastarfi, lokun vinnustaða og breytingar á starfsöryggi.

Erfitt gat reynst að finna jafnvægi milli þess að sinna vinnu heima við og í leiðinni hafa ofan af fyrir börnunum á heimilinu og hjálpa þeim með heimanám. Því var álagið á þriðju vaktinni töluvert „en þriðja vaktin felur þannig í sér ósýnilega vinnu sem er gjarnan krefjandi og tímafrek, og kristallast í þeirri tilfinningavinnu og hugrænu byrði sem rannsóknir hafa sýnt að falli í meiri mæli á konur,“ segir í lýsingu viðburðarins á Facebook.

Við hvetjum alla sem hafa áhuga á að kynna sér efnið.

Hér má finna hlekkinn á fyrirlesturinn.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó