Að minnsta kosti þrjár þrettándabrennur verða í stuttri fjarlægð frá Akureyri næstu daga.
Fjallabyggð
Kiwanisklúbburinn Skjöldur í samstarfi við Björgunarsveitina Stráka og 10. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar stenda fyrir árlegri Þrettándabrennu og flugeldasýningu á Siglufirði, mánudaginn 6. janúar næstkomandi. Blysför með nemendum úr 10. bekk grunnskólans fer frá Ráðhústorginu kl. 17:30 og þaðan verður gengið að brennustaðnum. Kveikt verður í brennunni kl. 18:00 og fylgir henni flugeldasýning.
Allir eru hvattir til að mæta í grímubúningum til að skapa enn skemmtilegri stemmingu og kveðja jólin með glæsibrag. Eftir brennu, frá kl. 19:00 til 20:30, verður barnaskemmtun Kiwanis í formi grímuballs á Kaffi Rauðku.
Dalvíkurbyggð
Hin árlega þrettándabrenna Umf. Þorsteins Svörfuðar verður haldin við Tunguréttina laugardagskvöldið 4. janúar 2025 kl. 20:30. Björgunarsveitin verður venju samkvæmt með flugeldasýningu.
Hörgársveit
Laugardagskvöldið 4. janúar kl. 19 verður kveikt í þrettándabrennu í krúsunum norðan við Laugaland og púkar fara á stjá. Nemendur 6. – 7. bekkjar við Þelamerkurskóla verða með kaffisölu til fjáröflunar fyrir ferð í skólabúðirnar á Reykjum og UMF Smárinn með BINGO í Þelamerkurskóla að lokinni brennu. Athygli er vakin á því að engin posi verður á staðnum.
Ef athugasemdir vegna listans eru eða það vantar brennu á listann má láta vita á kaffid@kaffid.is
UMMÆLI