Þreföldun í sölu árskorta hjá Menningarfélagi Akureyrar

Menningarfélag Akureyrar kynnti á dögunum viðburðaárið 2017-2018. Viðbrögð við fjörugum og  nærandi viðburðarvetri hafa verið frábær og sala áskriftarkorta, Veislukorti Menningarfélagsins, hefur þrefaldast frá síðasta ári.  Aðspurð sagði Anna Heba Hreiðarsdóttir verkefnastjóri miðasölu MAk: „Það er áberandi hversu ánægt fólk er með fjölbreytni viðburða og hversu hagstætt veislukortið er. Hér er því fjör alla daga þegar við opnum”.

Sölu árskorta lýkur þann 30.september. Framundan í september eru tveir stórir viðburðir: LA perlur í Hofi, þar sem Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hyllir hið 100 ára gamla Leikfélag og  frumsýning í Samkomuhúsinu á verkinu Kvenfólk,sem er fyrsta uppfærsla Leikfélags Akureyrar á þessu starfsári.  Framundan er drekkhlaðið veisluborð af fjölbreyttum, fjörugum og nærandi viðburðum út viðburðarárið hjá Menningarfélagi Akureyrar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó