NTC

,,Þrátt fyrir að glíma við mikla heyrnaskerðingu hefur Júlía sungið frá barnsaldri“

Júlía er 29 ára Dalvíkingur sem á sér langan söngferil að baki. Þrátt fyrir að glíma við mikla heyrnarskerðingu þá hefur hún sungið frá barnsaldri og sungið mikið opinberlega á Norðurlandi, áður en hún hóf lagasmíðar og textaskrif. Júlía hefur núna gefið út sína fyrstu plötu, sem ber heitið Forever.

Hún hefur komið fram með hljómsveitum víða, m.a á Allanum á Siglufirði og Kaffi Rauðku, á Fiskidögum á Dalvík og í Dalvíkurkirkju, á Rokkhátíð í Árskógi og spilað reglulega á hátíðarhöldum á Akureyri, sem og á Kaffi Akureyri og Kaffi Amour , Pósthúsbarnum , Oddvitanum og í veislum og giftingum.

Árið 2012 fluttist hún utan til Danmerkur þar sem hún stundaði nám sem söngkennari hjá Complete Vocal Technique í Kaupmannahöfn. Þá starfaði hún einnig sem söngkennari hjá Mainhouse Music í Árósum og unaði vel. Júlía hóf rekstur fyrirtækis síns MusicMasters í Danmörku og hóf vinnu sína í lagasmíðum, útsetningu laga og textasmíðum og hefur hún fengið mikla athygli hjá vel þekktum, erlendum upptökustjórum og plötuútgefendum, meðal annars Sony og Universal. Júlía fluttist heim til Dalvíkur í maí 2016 og hefur verið í upptökum í Hofi hjá Hauki Pálmasyni.

Platan er nú komin á allar helstu tónlistarveitur og nú er Júlía í fullum undirbúningi að taka upp tónlistarmyndbönd og skipuleggja tónleikaferðalög erlendis.
Þú getur hlustað á plötuna í heild sinni hér að neðan:

 

VG

UMMÆLI

Sambíó