Þrándur Þórarinsson í Hofi

Þrándur Þórarinsson í Hofi

Myndlistarmaðurinn Þrándur Þórarinsson opnar myndlistarsýningu sína í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri laugardaginn 16. febrúar.

Þrándur fæddist á Akureyri árið 1978, stundaði nám um tíma í Listaháskóla Íslands og Myndlistaskólanum á Akureyri og var í læri hjá Odd Nerdrum. Þrándur sækir meðal annars innblástur í íslenskar þjóðsögur og fornan sagnaarf og hefur gjarnan verið kallaður þjóðlegasti myndlistamaður samtímans.

Opnun Þrándar hefst klukkan 16 og eru allir velkomnir. Sýningin í Hofi stendur til 7. apríl.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó