Þórunn Egilsdóttir látin

Þórunn Egilsdóttir látin

Þór­unn Eg­ils­dótt­ir, þing­kona Fram­sókn­ar­flokks­ins í Norðausturkjördæmi, er lát­in 56 ára að aldri eftir baráttu við brjóstakrabbamein. Þór­unn lést í gær­kvöldi á Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Þórunn sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn frá árin 2013. Hún gegndi formennsku þingflokksins árin 2015,2016 og 2018. Hún sat sem 2. vara­for­seti Alþingis 2015 til 2016 og sem 1. vara­for­seti Alþingis árin 2016 til 2017.

Í byrjun árs 2019 greindist hún með brjósta­krabba­mein og gekk í gegnum stranga með­ferð. Hún tók sér þá hlé frá þingstörfum vegna þessa en sneri aftur á síðasta ári þegar meinið var horfið. Í lok síðasta árs fór það aftur að segja til sín og Þórunn greindi frá því í janúar að hún myndi ekki bjóða sig fram aftur til Alþingis.

Þór­unn fædd­ist þann 23. nóv­em­ber 1964 í Reykja­vík. Hún skil­ur eft­ir sig eig­in­mann sinn, Friðbjörn Hauk Guðmunds­son, og þrjú börn; Kristjönu Louise, Guðmund og Heklu Kar­en.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó