Þorsteinn Már Baldvinsson hefur ákveðið að stíga til hliðar sem forstjóri Samherja á meðan rannsókn á viðskiptaháttum fyrirtækisins í Namibíu og víðar fer fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samherja.
Björgólfur Jóhannesson fyrrum forstjóri Icelandair Group tekur tímabundið við stöðu forstjóra Samherja.
„Hjá Samherja starfa um 850 manns á Íslandi og fjöldi manns erlendis. Við tökum þetta mikilvæga skref til að tryggja sem best hlutleysi rannsóknarinnar. Við viljum stunda heiðarleg viðskipti og leggjum okkur fram um að starfa í samræmi við gildandi lög og reglur”, er haft eftir Eiríki S. Jóhannssyni, stjórnarformanni Samherja í tilkynningunni.
Ítarleg umfjöllun um starfshætti Samherja í Namibíu birtist í Kveik og Stundinni fyrr í vikunni en umfjöllunin var unnin í samstarfi Kveiks, Stundarinnar, Al Jazeera og Wikileaks.
Yfirlýsingu Samherja má lesa í heild sinni með þvi að smella hér.