NTC

Þorsteinn Einar segir sig úr stjórn Iðnaðarsafnsins

Þorsteinn Einar segir sig úr stjórn Iðnaðarsafnsins

Þorsteinn Einar Arnórsson hefur sagt sig úr stjórn Iðnaðarsafnsins á Akureyri. Þorsteinn hefur setið í stjórn safnsins frá upphafi, eða í 25 ár. Þetta kemur fram í tilkynningu Iðnaðarsafnsins.

Ekki kemur fram í tilkynningunni hvers vegna Þorsteinn ákvað að segja sigur úr stjórninni.

„Eru þetta vissulega mikil tíðindi og vond því engin maður hefur betri þekkingu á sögu iðnaðar hér í bæ, sem og hefur Þorsteinn staðið vaktina á safninu sem hollvinur alla tíð. Ljóst er að skarð það er Þorsteinn skilur eftir sig verður ekki fyllt og óhætt er að segja að brottför Þorsteins úr stjórninni er okkur öllum mikið áfall og í raun er þetta mikið áfall fyrir Iðnaðarbæinn Akureyri enda alveg ljóst að framlag Þorsteins til safnsins og þar með til sögu Akureyrar alla tíð verður ekki metið til fjár,“ segir í tilkynningunni.

Varamaður Þorsteins í stjórn Iðnaðarsafnsins er Tryggvi Jóhannesson varaformaður Einingar -Iðju .

Sambíó

UMMÆLI