Þórsstúlkur byrja tímabilið á sigri

Mynd: thorsport.is/Palli Jóh

Þórsarar hófu leik í 1.deild kvenna í körfubolta í gær þegar Ármann kom í heimsókn í íþróttahúsið við Síðuskóla. Þórsstúlkur hafa misst nokkra mikilvæga leikmenn fyrir tímabilið og þrátt fyrir að hafa komist í úrslitaeinvígið um sæti í efstu deild á síðasta tímabili er liðiinu ekki spáð góðum árangri í vetur.

Þórsstúlkur byrjuðu leikinn mun betur í gær og skoruðu fyrsti níu stig leiksins. Í lok annars leikhluta höfðu Ármann minnkað stöðuna í 9-8. Staðan í hálfleik var 22-21 Þór í vil. Þórsstúlkur voru svo með öll völd í seinni tveimur leikhlutunum. Þegar fjórði og síðasti leikhlutinn hófst hafði Þór 16 stiga forskot 46-30. Helgi Rúnar gaf þá nokkrum ungum leikmönnum liðsins tækifæri sem þær nýttu vel. Leikurinn endaði 57-40 Þór í vil.

Stigahæst í liði Þórs var Heiða Hlín Björnsdóttir með 21 stig Heiða tók einnig 5 fráköst. Sædís Gunnarsdóttir var með 14 stig og 4 fráköst og 3 stoðsendingar. Gréta Rún var með 6 stig 8 fráköst og eina stoðsendingu. Særós Gunnlaugsdóttir 6 stig og 9 fráköst. Kristín Halla var með 4 stig 7 fráköst og eina stoðsendingu. Alexandra Ósk 3 stig og eitt frákast, Árdís Eva Skaftadóttir 3 stig 4 fráköst og tvær stoðsendingar.

Fjórir ungir leikmenn spiluðu sinn fyrsta leik fyrir liðið í gær en mesta athygli vakti að Karen Lind Helgadóttir aðeins 13 ára og 319 daga gömul var þeirra á meðal. Karen lék 4:54 mínútur en náði ekki að skora en hún tók þrjú fráköst. Marta Bríet Aðalsteinsdóttir er 15 ára og 172 daga gömul og spilaði einnig 4,54 mínútur en náð ekki að skora en tók eitt frákast. Belinda Berg Jónsdóttir 17 ára og 42 daga gömul. Spilatími Belindu 2,39 mínútur Belinda skoraði ekki en tók eitt frákast. Alexandra Ósk Guðjónsdóttir er 17 ára og 265 daga gömul. Alexandra spilaði 15:56 mínútur skoraði þrjú stig og tók eitt frákast.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó