Þórskonur tylltu sér á toppinn

Rut Herner Konráðsdóttir fór mikinn. Mynd: thorsport.is

Rut Herner Konráðsdóttir fór mikinn. Mynd: thorsport.is

Það var stórleikur í 1.deild kvenna í körfubolta í dag þegar Kópavogskonur heimsóttu Þór í Íþróttahúsið við Síðuskóla en liðin hafa verið að berjast um toppsæti deildarinnar í allan vetur.

Þórskonur mættu vel stemmdar til leiks og tóku snemma öll völd á vellinum. Þeim tókst að leiða leikinn, nánast frá upphafi og alla leið til enda því Þór vann öruggan níu stiga sigur, 64-55.

Rut Herner Konráðsdóttir fór mikinn í liði Þórs og var besti leikmaður vallarins en hún skoraði 25 stig auk þess að taka sautján fráköst. Ekki amaleg tölfræði það.

Úrslit dagsins þýða að Þór er nú jafnt KR og Breiðablik á toppi deildarinnar en Þórskonur eiga einn leik til góða á hin liðin.

Stigaskor Þórs: Rut Herner Konráðsdóttir 25/17 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 16/12 fráköst, Hrefna Ottósdóttir 6, Heiða Hlín Björnsdóttir 6, Erna Rún Magnúsdóttir 5, Thelma Hrund Tryggvadóttir 4.

Stigaskor Breiðabliks: Sóllilja Bjarnadóttir 25, Telma Lind Ásgeirsdóttir 11, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 7, Ísabella Ósk Sigurðardóttir 4/10 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 3, Inga Sif Sigfúsdóttir 2.

Alla helstu tölfræði leiksins má nálgast með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI