NTC

Þórskonur tylltu sér á toppinn

maxresdefault

Fanney Lind Thomas var öflug í dag. Mynd: ÞórTV

Þór er komið í efsta sæti 1.deildar kvenna í körfubolta eftir níu stiga sigur á Breiðablik í Kópavogi í dag.

Þórskonur mættu ákveðnar til leiks og voru greinilega staðráðnar í að hirða toppsætið af Blikakonum. Þór leiddi leikinn frá upphafi til enda og vann að lokum 62-71.

Fanney Lind Thomas var atkvæðamest í liði Þórs, skoraði 22 stig og tók þar að auki fjórtán fráköst.

Úrslitin þýða að Þórskonur eru með átta stig í efsta sæti deildarinnar eftir fimm umferðir en Breiðablik hefur einnig átta stig.

Stigaskor Þórs: Fanney Lind Thomas 22/14 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 15/19 fráköst, Rut Herner Konráðsdóttir 14, Thelma Hrund Tryggvadóttir 13, Hrefna Ottósdóttir 4, Heiða Hlín Björnsdóttir 3, Erna Rún Magnúsdóttir 0/9 stoðsendingar

Stigaskor Breiðabliks: Telma Lind Ásgeirsdóttir 24, Sóllilja Bjarnadóttir 17, Isabella Sigurðardóttir 10/19 fráköst, Shanna Dacanay 6, Inga Sigfúsdóttir 5.

Sambíó

UMMÆLI