NTC

Þórskonur tryggðu sér sæti í úrslitaeinvíginu

Heiða Hlín Björnsdóttir er í lykilhlutverki í Þórsliðinu.

Þór mun mæta Breiðablik í úrslitaeinvígi 1.deildar kvenna í körfubolta en þetta varð ljóst eftir öruggan sigur Þórskvenna á Fjölni í Grafarvogi í dag.

Þórskonur unnu afar öruggan 23 stiga sigur, 56-79 en Fjölniskonur eru stigalausar í deildinni í vetur. Liðin mætast að nýju á morgun á sama stað.

Tölfræði leiksins hefur enn ekki borist. Fréttin verður uppfærð þegar þær upplýsingar berast.

Úrslitin þýða að nú er það ljóst að Þór og Breiðablik munu mætast í úrsliteinvígi um sæti í Dominos-deild kvenna á næsta ári. Þó gæti farið að svo að liðum verði fjölgað í efstu deild á næsta ári og því gætu bæði Þór og Breiðablik leikið meðal þeirra bestu á næstu leiktíð. Ákvörðun um það verður hinsvegar ekki tekin fyrr en eftir úrslitaeinvígið.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó