Þór beið lægri hlut fyrir Breiðabliki í kvöld þegar liðin mættust í Síðuskóla í hreinum úrslitaleik um sæti í efstu deild á næsta ári.
Lokatölur urðu 42-56 fyrir Kópavogskonum þrátt fyrir að Þórskonur hafi mætt afar vel stemmdar til leiks og leitt með fimm stigum eftir fyrsta leikhluta.
Eftir það fór í raun allt í baklás í sóknarleik Þórs og skoruðu þær aðeins 24 stig í hinum þrem leikhlutunum.
Stigaskor Þórs: Helga Rut Hallgrímsdóttir 12/12 fráköst, Rut Herner Konráðsdóttir 11, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 9, Thelma Hrund Tryggvadóttir 6, Erna Rún Magnúsdóttir 4.
Stigaskor Breiðabliks: Isabella Sigurðardóttir 21/18 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 13, Telma Lind Ásgeirsdóttir 10, Auður Íris Ólafsdóttir 10, Eyrún Alfreðsdóttir 2.
UMMÆLI