Kvennalið Þórs í körfuboltanum munu enda í 4.sæti Bónusdeildarinnar eftir tap gegn Keflavík í gærkvöldi í Íþróttahöllinni. Mjótt var á munum en lokatölur voru 88-90.
„Ljóst var að sigurvegari leiksins í kvöld myndi ná þriðja sætinu og lengstum var útlit fyrir að Þór myndi vinna sigur en okkar konur leiddu leikinn stærstan hluta leiksins,“ segir á vef Þórs.
Úrslit gærkvöldsins þýða að liðið mætir Val í 8-liða úrslitum.