Þór er 0-1 undir í úrslitaeinvígi 1.deildar kvenna í körfubolta eftir þriggja stiga tap í Síðuskóla í dag þar sem Breiðablik var í heimsókn. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í gær en var frestað.
Sjá einnig: Þór-Breiðablik frestað – Dómarar og leikmenn komust ekki norður
Leikurinn var afar jafn og spennandi frá upphafi til enda. Hart var barist en lítið skorað og í leikhléi var staðan hnífjöfn, 20-20.
Þórskonur byrjuðu síðari hálfleikinn betur áður en Breiðablik tók svo yfir og vann að lokum þriggja stiga sigur, 40-43.
Vinna þarf tvo leiki til að tryggja sér sæti í efstu deild á næstu ári en næsti leikurinn í einvíginu fer fram syðra næstkomandi þriðjudag.
Stigaskor Þórs: Thelma Hrund Tryggvadóttir 10, Rut Herner Konráðsdóttir 9/16 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 8, Helga Rut Hallgrímsdóttir 6/13 fráköst, Heiða Hlín Björnsdóttir 4, Erna Rún Magnúsdóttir 3.
Stigaskor Breiðabliks: Sóllilja Bjarnadóttir 16/10 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 8, Isabella Ósk Sigurðardóttir 7/13 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 6, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 5, Hafrún Erna Haraldsdóttir 1.
UMMÆLI