Þórsarinn Óskar Jónasson varð í kvöld Íslandsmeistari í pílu í 301 einmenning. Óskar varð á dögunum einnig meistari píludeildar Þórs í 301 einmenning. Mótið í dag var haldið á Bullseye í Reykjavík og fóru þónokkrir þátttakendur frá píludeild Þórs á mótið og fjórir þeirra komust upp úr riðli og í útsláttarkeppni, en keppt var í 8 riðlum á mótinu. Óskar fór alla leið og vann Björn Andra Ingólfsson frá píludeild Magna á Grenivík 7-5 í úrslitum.
Í kvennaflokki var keppt í tveimur riðlum, Hrefna Sævarsdóttir frá píludeild Þórs komast alla leið í undanúrslit en tapaði þar 6:4.
Sjá einnig:
UMMÆLI