Gæludýr.is

Þórsarar urðu Íslandsmeistarar í Rocket League um helginaSkjáskot af streymi Rafíþróttasambands Íslands.

Þórsarar urðu Íslandsmeistarar í Rocket League um helgina

Þór urðu Íslandsmeistari í rafíþróttinni Rocket League eftir öruggan sigur á deildarmeisturum OGV í úrslitaleik sem fram fór á laugardaginn 30. nóvember síðastliðinn.

Úrslitaleikurinn var sýndur í beinni útsendingu í Sjónvarpi Símans. Þórsarar mættu „virkilega vel stemmdir“ til leiks og unnu öruggan 4-1 sigur.

Bjarni Þór Hólmsteinsson, Elias Marjala, Kristján Elmar Gottskálksson og Stefán Máni Unnarsson skipuðu lið Þórs í Rocket League í ár og er þetta annað árið í röð sem Þór hampar Íslandsmeistaratitli í leiknum.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó