Þórsarar unnu þægilegan sigur á Gróttu

Ármann Pétur Ævarsson kom Þórsurum á bragðið.

Þórsarar virðast vera komnir á beinu brautina í Inkasso deildinni í fótbolta eftir hræðilega byrjun á tímabilinu en liðið vann í kvöld annan sigur sinn í röð þegar Grótta kom í heimsókn á Þórsvöll.

Það tók Þórsara þónokkurn tíma að brjóta niður þéttan varnarmúr gestanna en Ármann Pétur Ævarsson fann leiðina í upphafi síðari hálfleiks. Aron Kristófer Lárusson tryggði Þórsurum svo 2-o sigur með marki beint úr aukaspyrnu.

Úrslit kvöldsins þýða að Þór situr nú í 7.sæti deildarinnar með níu stig. Næsti leikur liðsins er útileikur gegn Keflavík þann 24.júní næstkomandi.

Þór 2 – 0 Grótta
1-0 Ármann Pétur Ævarsson (’52)
2-0 Aron Kristófer Lárusson (’71)

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó