Það var líf og fjör á Þórsvelli í kvöld þegar Reykjavíkurlið Fram heimsótti Þórsara í Inkasso deild karla.
Aron Elí Sævarsson var að spila sinn fyrsta leik fyrir Þór og hann gerði sér lítið fyrir og skoraði fyrsta mark Þórs í leiknum. Áður hafði Jökull Steinn Ólafsson fengið rautt spjald í liði Fram. Staðan 1-0 fyrir Þór í hálfleik.
Jónas Björgvin Sigurbergsson og Jakob Snær Árnason bættu við mörkum í síðari hálfleik og leiknum lauk með 3-0 sigri Þór sem fara upp fyrir Fram og Gróttu í annað sæti deildarinnar. Grótta og Njarðvík eigast nú við.
KA menn spiluðu gegn Íslandsmeisturum Vals í Pepsi Max deildinni í gær. Daninn Patrick Pedersen átti því miður magnaðan leik í liði Vals og var að lokum munurinn á liðunum. KA menn töpuðu leiknum 3-1 og sitja nú í áttunda sæti Pepsi Max deildarinnar með 12 stig.
UMMÆLI