NTC

Þórsarar unnu fimmta leikinn í röð

Þórsarar unnu fimmta leikinn í röð

Þórsarar eru heldur betur á siglingu í Dominos deild karla þessa dagana en liðið gerði sér lítið fyrir og sigraði KR í DHL-höllinni í kvöld 86:90. Sigurinn í kvöld er sá fimmti í röð hjá liðinu sem er nú komið upp í sjötta sæti deildarinnar með 16 stig.

Dedrick Deon Basile gerði 27 stig fyrir Þórsara og næstur var Srdan Stojanovic kom þar á eftir með 25 stig. Hjá KR var Tyler Sabin með 19 stig og næstur Jakob Örn Sigurðarson með 14 stig.

Næsti leikur Þórsara er á fimmtudaginn næstkomandi þegar liðið heimsækir Tindastól heim á Sauðárkrók.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó