Þórsarar unnu á Ísafirði og mæta Fjölni í úrslitaleik um sæti í efstu deild

Þórsarar unnu á Ísafirði og mæta Fjölni í úrslitaleik um sæti í efstu deild

Handboltalið Þórs mætti Herði frá Ísafirði í oddaleik undanúrslita Grill 66 deildar karla í handbolta í gærkvöldi. Leikurinn fór fram á Ísafirði en fjöldi stuðningsmanna lagði leið sinna til Ísafjarðar til að hvetja strákana og var stemningin góð.

Þórsarar unnu leikinn með tveggja marka mun 24-22 og eru því komnir áfram í úrslitaleik um sæti í efstu deild karla í handolta.

Úrslitaeinvígið verður við Fjölni um laust sæti í Olísdeildinni á komandi keppnistímabili. Fyrsti leikdagur er laugardagurinn 20. apríl, en það er Fjölnir sem á heimavallarréttinn þar sem liðið endaði ofar en Þór í deildarkeppninni. 

Nánar má lesa um leikinn í gær á vef Þórs með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó