Þórsarar tryggðu sér öruggt sæti í Dominos deild karla fyrir næsta vetur í kvöld þegar liðið sigraði nafna sína í Þorlákshöfn í kvöld 103:108.
Dedrick Basile átti stórleik fyrir Þórsara, gerði 33 stig og gaf tólf stoðsendingar.
Staðan í hálfleik var 64:59 fyrir heimamenn í Þorlákshöfn en gestunum frá Akureyri tókst að jafna og komast tveimur stigum yfir eftir þriðja leikhlutann. Fjórða leikhlutann unnu svo gestirnir einnig 22:25 og því samanlagt fimm stiga sigur 103:108.
Ivan Aurrecoechea skoraði 27 stig og tók ellefu fráköst fyrir Akureyringa en hjá Þórsurum frá Þorlákshöfn var Larry Thomas stigahæstur með 30 stig og átta stoðsendingar.
Þór Akureyri eru eftir sigurinn í kvöld með 18 stig í áttunda sæti deildarinnar og eru nú fjórum stigum frá fallsæti fyrir lokaumferðina þegar liðið tekur á móti Haukum sem féllu í gærkvöldi eftir tap gegn Hetti á heimavelli.
Vinni Þór Akureyri Hauka í síðasta leiknum tryggir liðið sig í úrslitakeppnina og mætir þar annað hvort Keflavík eða aftur Þór frá Þorlákshöfn.
UMMÆLI