Þórsarar tryggðu sæti sitt í Lengjudeildinni

Þórsarar tryggðu sæti sitt í Lengjudeildinni

Karlalið Þórs í knattspyrnu tryggði sæti sitt í Lengjudeildinni eftir 2-0 sigur á Dalvík/Reyni um helgina. Sigur Þórsara þýðir að Grótta mun fylgja Dalvík/Reyni niður um deild og Þórsarar eru öruggir í 10. sæti deildarinnar.

Þeir Aron Einar Gunnarsson og Rafael Victor skoruðu mörk Þórsara í sigrinum sem tryggði áframhaldandi veru liðsins í Lengjudeildinni, næst hæstu deild Íslandsmótsins í fótbolta.

Þórsarar mæta Gróttu í lokaumferð deildarinnar um næstu helgi.

Mynd: Þórir Tryggva

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó