Þórsarar tóku við bikarnumMynd: thorsport.is/Palli Jóh

Þórsarar tóku við bikarnum

Þórsarar tóku við bikarnum í gærkvöldi eftir sigur gegn Vestra á heimavelli í lokaumferð 1. deildar karla í körfubolta.

Þórsarar höfðu þegar tryggt deildar titilinn þegar þeir sigruðu Snæfell í síðustu umferð.

Leiknum í gær lauk með 89:81 sigri Þórs og endaði liðið því efst með 34 stig og leika í efstu deild, Dominos deildinni, á næsta tímabili.

Þórsarar taka við bikarnum. Mynd: thorsport.is/Palli Jóh

Atkvæðamestur í liði heimamanna í gær var Larry Thom­as sem skoraði 29 stig og tók 12 frá­köst, þar á eftir kom Kristján Pét­ur Andrés­son með 23 stig. Jure Gunj­ina skoraði 30 stig fyr­ir Vestra og tók 10 frá­köst.

Viðtal við Pálma Geir, fyrirliða Þórs, frá heimasíðu Þórs má sjá hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó