Þór og Haukar mættust í Höllinni í gærkvöldi í Dominos-deild karla í körfubolta. Bæði lið þurftu sigur. Þór til að koma sér nær liðunum sem þeir eru að berjast við í fallslagnum en Haukar til að koma sér aftur í toppsætið. Haukar unnu öruggan sigur, 96:74.
Þór tefldi fram nýjum miðherja í leiknum en hann heitir Nino D’Angelo Johnson. Var hann tiltölulega rólegur í leiknum en sýndi á köflum styrk undir körfunni.
Nokkuð jafnræði var með liðunum allan fyrri hálfleikinn þótt Haukarnir væru nánast alltaf yfir. Hálfleikstölur voru 38:47. Frábær varnarleikur Hauka í upphafi seinni hálfleiks gerði það að verkum að þeir stungu Þórsara fljótt af og var munurinn í kringum tuttugu stigin lengi vel, allt þar til Þór þurfti að hvíla sína lykilmenn en þá stungu Haukarnir endanlega af. Staðan var 51:79 fyrir lokasprettinn. Þar náðu Þórsarar að laga stöðu sína örlítið en lokatölur urðu 74:96.
Haukar fara aftur á toppinn en staða Þórs í næstneðsta sæti versnar enn.
Stigahæstur í liði Þórs var Páli Geir Jónsson með 17 stig og þar á eftir nýliðinn Nino D’Angelo Johnson með 15 stig. Í liði Hauka var Haukur Óskarsson með 21 stig og Breki Gylfason 19 stig.
Staðan í deildinni
UMMÆLI