Þórsarar tapa í körfunni

Þórsarar tapa í körfunni

Þór og Hauk­ar mætt­ust í Höllinni í gærkvöldi í Dom­in­os-deild karla í körfu­bolta. Bæði lið þurftu sig­ur. Þór til að koma sér nær liðunum sem þeir eru að berj­ast við í fallslagn­um en Hauk­ar til að koma sér aft­ur í topp­sætið. Hauk­ar unnu ör­ugg­an sig­ur, 96:74.

Nino D’Ang­elo John­son í leiknum í gær

Þór tefldi fram nýj­um miðherja í leikn­um en hann heit­ir Nino D’Ang­elo John­son. Var hann til­tölu­lega ró­leg­ur í leikn­um en sýndi á köfl­um styrk und­ir körf­unni.

Nokkuð jafn­ræði var með liðunum all­an fyrri hálfleik­inn þótt Hauk­arn­ir væru nán­ast alltaf yfir. Hálfleikstöl­ur voru 38:47. Frá­bær varn­ar­leik­ur Hauka í upp­hafi seinni hálfleiks gerði það að verk­um að þeir stungu Þórsara fljótt af og var mun­ur­inn í kring­um tutt­ugu stig­in lengi vel, allt þar til Þór þurfti að hvíla sína lyk­il­menn en þá stungu Hauk­arn­ir end­an­lega af. Staðan var 51:79 fyr­ir loka­sprett­inn. Þar náðu Þórsar­ar að laga stöðu sína ör­lítið en loka­töl­ur urðu 74:96.

Hauk­ar fara aft­ur á topp­inn en staða Þórs í næst­neðsta sæti versn­ar enn.

Stigahæstur í liði Þórs var Páli Geir Jónsson með 17 stig og þar á eftir nýliðinn Nino D’Ang­elo John­son með 15  stig. Í liði Hauka var Haukur Óskarsson með 21 stig og Breki Gylfason 19 stig.

Staðan í deildinni

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó