Þórsarar steinlágu í Garðabæ

Darrel Lewis. Mynd: Thorsport.is

Darrel Lewis. Mynd: Thorsport.is

Keppni í Dominos-deild karla fór af stað í kvöld eftir jólafrí og áttu Þórsarar ærið verkefni fyrir höndum því þeir heimsóttu topplið Stjörnunnar í Garðabæ.

Skemmst er frá því að segja að heimamenn unnu afar öruggan fimmtán stiga sigur, 92-77. Stjarnan leiddi leikinn nánast frá upphafi til enda en Þórsarar sýndu þó lit í síðari hálfleik og náðu að minnka muninn niður í sjö stig þegar fimm mínútur lifðu leiks.

Nær komust þeir þó ekki og tap staðreynd í fyrsta leik ársins.

Gamla brýnið Darrel Lewis var stigahæstur í liði Þórs með 21 stig og næstur honum kom Danero Thomas með 18.

Stigaskor Þórs: Darrel Lewis 21, Danero Thomas 18, Tryggvi Snær Hlinason 10, George Beamon 10, Ragnar Helgi Friðriksson 8, Ingvi Rafn Ingvarsson 7, Þröstur Leó Jóhannsson 3.

Stigaskor Stjörnunnar: Tómas Heiðar Tómasson 24, Justin Shouse 21, Hlynur Bæringsson 13, Eysteinn Bjarni Ævarsson 10, Arnþór Freyr Guðmundsson 9, Tómas Þórður Hilmarsson 8, Ágúst Angantýsson 3, Magnús Bjarki Guðmundsson 2, Brynjar Magnús Friðriksson 2.

Næsti leikur Þórs er eftir slétta viku þegar Sauðkrækingar koma í heimsókn í Íþróttahöllina.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó