NTC

Þórsarar á sigurbraut í Kjarnafæðismótinu

Manni markamaskína.

Manni markamaskína.

Fyrsti leikur helgarinnar í Kjarnafæðismótinu fór fram í Boganum í kvöld þegar Inkasso-deildarlið Þórs mætti 2.deildarliði Fjarðabyggðar.

Númi Kárason kom Þórsurum yfir á 22.mínútu en Víkingur Pálmason, fyrrum leikmaður Þórs, svaraði fyrir Austanmenn og staðan í leikhléi jöfn.

Þórsarar reyndust sterkari í síðari hálfleiknum og unnu að lokum tveggja marka sigur, 4-2. Annar sigur Þórs í jafnmörgum leikjum í Kjarnafæðismótinu.

Þór 4 – 2 Fjarðabyggð
1-0 Númi Kárason (’22 )
1-1 Víkingur Pálmason (’29 )
2-1 Ármann Pétur Ævarsson, víti (´56)
3-1 Guðni Sigþórsson (’72 )
3-2 Sjálfsmark (’77 )
4-2 Ármann Pétur Ævarsson (’80 )

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó