Þórsarar unnu í kvöld útisigur í Grindavík 2-1 og er það annar útileikurinn í röð sem liðið vinnur í Lengjudeildinni.
Þórsarar komust yfir með marki frá Alexander Már Þorlákssyni eftir um 15 mínútna leik. Alexander var svo aftur á ferðinni á 21. mínútu leiksins og staðan 2-0 fyrir gestina í hálfleik.
Grindvíkingar náðu að minnka muninn þegar um 10 mínútur voru eftir leiks með marki frá Degi Inga Hammer en nær komust þeir ekki og því 2-1 sigur Þórsara staðreynd
Eftir leikinn í kvöld sitja Þórsarar enn þá í 10. sæti deildarinnar en jöfnuðu Grindvíkinga í 8. sætinu að stigum.
Næsti leikur Þórsara er heimaleikur gegn Vestra laugardaginn 6. ágúst.
Staðan í deildinni:
UMMÆLI