Gæludýr.is

Þórsarar og Magnamenn gerðu jafntefli á Þórsvelli

Þórsarar og Magnamenn gerðu jafntefli á Þórsvelli

Það var sannkallaður grannaslagur í Inkasso deild karla í knattspyrnu í dag þegar Þórsarar tóku á móti Magnamönnum frá Grenivík.

Þórsarar eru í toppbaráttu í deildinni en Magnamenn berjast á hinum endanum. Fyrrum leikmaður Þórs, Sveinn Óli Birgisson fékk rautt spjald í lok fyrri hálfleiks eftir tæklingu á Alvaro Montejo, spænskum framherja Þórs.

Nacho Gil skoraði fyrsta mark leiksins og kom Þór í 1-0 í síðari hálfleik en Ólafur Aron Pétursson jafnaði fyri Magnamenn í blálokin og liðin skildu jöfn.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó