Þórsarar fengu Fjölni í heimsókn í toppslag í Inkasso deildinni í dag. Þórsarar komust yfir strax á 2. mínútu þegar Alvaro Montejo fylgdi eftir skoti frá Sveini Elíasi. Þórsarar voru þó ekki lengi yfir því strax á 6. mínútu jöfnuðu gestirnir með marki frá Rasmus Christiansen.
Þórsarar sáu lítið til sólar eftir jöfnunarmark Fjölnis og sýndu einhvern slakasta leik sem sést hefur í Þorpinu. Leiknum lauk með algerri niðurlægingu fyrir Þór, 1-7 fyrir Fjölni. Þá Orri Sigurjónsson lét reka sig út af á 54. mínútu fyrir heimskulegt brot við hliðarlínuna á miðjum velli.
Mörk leiksins skoruðu eftirfarandi:
1-0 Alvaro Montejo Calleja (‘2 )
1-1 Rasmus Steenberg Christiansen (‘6 )
1-2 Orri Þórhallsson (’35 )
1-3 Jóhann Árni Gunnarsson (’44 )
1-4 Albert Brynjar Ingason (’49 )
1-5 Orri Þórhallsson (’52 )
1-6 Kristófer Óskar Óskarsson (’78 )
1-7 Kristófer Óskar Óskarsson (’89 )
Næsti leikur Þórsara er útileikur gegn Fram laugardaginn 14. september en liðið er nú fjórum stigum frá öðru sætinu sem gefur sæti í Pepsi Max deildinni þegar einungis tvær umferðir eru eftir.
Magni sem er í baráttu um að halda sér uppi í Inkasso deildinni gerði góða ferð í Ólafsvík og gerðu sér lítið fyrir og unnu Víkinga 1-2.
Mörk leiksins skoruðu:
0-1 Louis Aaron Wardle (’39 )
1-1 Harley Willard (’65 , víti)
1-2 Gunnar Örvar Stefánsson (’81 )
Næsti leikur Magna er einnig laugardaginn 14. september en þá fær liðið Þrótt frá Reykjavík í heimsókn á Grenivík. Magni situr áfram í fallsæti eftir leikinn í dag en með jafn mörg stig og Haukar sem sitja í 10. sætinu.
Magnamenn fagna í leikslok í ÓlafsvíkSigur í Ólafsvík! 🤩🔥#magnaðirmagnamenn @Inkassodeildin #fotboltinet pic.twitter.com/3B50eVV6bm
— Magni Grenivík (@MagniGrenivik) September 8, 2019
UMMÆLI