NTC

Þórsarar lögðu Keflvíkinga í körfunni

Þórsarar lögðu Keflvíkinga í körfunni í kvöld, 90-78.

Leikurinn var fyrsti heimaleikur Þórsara í vetur en fyrir höfðu þeir leikið einn útileik í vetur gegn Haukum sem tapaðist.

Þórsarar leiddu í hálfleik með 1 stigi, 46-45, eftir að Keflvíkingar höfðu byrjað leikinn betur en Þórsarar í fyrsta leikhluta. Ca­meron Forte skoraði 24 stig í fyrri hálfleik fyrir Keflvíkinga en Oli­ver Marqu­es skoraði 15 fyr­ir Þór.

Þórsarar náðu að smella vörninni saman í seinni hálfleik og kláruðu leikinn örugglega en til að mynda Forte í liði Keflvíkinga skoraði einungis 6 stig í seinni hálfleik.

Góð stemning var í Höllinni í kvöld hjá Mjölnismönnum stuðnings mönnum Þórs, en mesta athygli vakti hinn 16 ára gamli Júlíus Orri Ágústsson í liði Þórs skoraði hann 13 stig og tók 3 fráköst í leiknum.

Stigahæstur í liði Þórs var Ingvi Rafn Ingvarsson með 26 stig, Oliver Marques var þar á eftir með 21 stig og 15 fráköst.

Hjá Keflvíkingum var Cameron Forte stigahæstur með 30 stig og 16 fráköst, Magnús Már Traustason skoraði 15 stig og Guðmundur Jónsson 13.

Barátta og stemning einkenndi lið Þórs í kvöld og verður gaman að fylgjast með þeim í vetur eftir allar spár fyrir tímabilið sem spáðu þeim hreint út sagt afleitu gengi sem þeir hafa nú þegar afsannað.

 

Sambíó

UMMÆLI